24. júní. 2010 04:01
 |
Lárus og sonur hans leggja í hann. |
“Það besta við Stykkishólm er hversu gott er að ala upp krakka hér,” segir Lárus Ástmar Hannesson nýkjörinn forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi. “Það eru ekki mörg bæjarfélög sem hafa jafn fjölbreytt menningarlíf og Hólmurinn. Við erum mjög öflug bæði hvað varðar tónlist og íþróttir. Lögun bæjarins gerir það einnig að verkum að það er hægt að ganga allt. Á sumrin hafa börnin nóg fyrir stafni; ein stelpan mín er til dæmis á golfnámskeiði, tvær á siglinganámskeiði og ein á fótboltaæfingum. Svo eru þær allar í lúðrasveitinni og við erum öll fjölskyldan á leið í lúðrasveitarferð til Svíþjóðar. Á tímabili vorum við þrjár kynslóðir saman í lúðrasveitinni, stelpurnar mínar þrjár og ég og pabbi vorum einnig í henni,” sagði Lárus en blaðamaður Skessuhorns hitti á hann á góðviðrisdegi í hesthúsunum í Stykkishólmi í síðustu viku.
Skessuhorn heldur áfram að ræða við nýja sveitarstjórnarmenn. Ítarlegt viðtal birtist við Lárus í blaðinu sem kom út í gær.