Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2010 03:00

Ýmist flóð eða fjara í rekstrinum

Árni Jón Þorgeirsson í Rifi hefur starfrækt Vélsmiðju Árna Jóns ehf. frá árinu 1982. “Það fer að nálgast þrjátíu árin hjá mér,” segir Árni en hann gaf sér smá tíma til að ræða við blaðamann Skessuhorns nýlega. “Það hefur ýmislegt gengið á en eins og með allt annað er ýmist flóð eða fjara. Nú tala allir um að lánin hafi tvöfaldast frá árinu 2008 en fólk getur verið svo fljótt að gleyma. Á árunum 1984 til 1988 fimmfaldaðist lánsupphæðin hjá mér. Lán sem ég hafði tekið upp á 500 þúsund krónur var komið upp í tvær og hálfa milljón á stuttum tíma. Þá var kreppa og hundrað prósent verðbólga, þannig að þetta er ekkert nýtt af nálinni,” segir Árni aðspurður um hvernig gengi. “Hrunið tekur verulega á en við erum staðráðin í að hafa þetta af. Ég hef hins vegar ekkert orðið var við hjálpina sem nýja ríkisstjórnin lofaði fyrirtækjunum í landinu og enginn hefur haft samband við mig úr bankanum.

Ég hef það á tilfinningunni að starfsfólki bankanna sé alveg sama um fyrirtækin svo lengi sem þau borga. Það þyrfti samt að létta greiðslubyrðina og ég tala nú ekki um vextina á lánum í svona tvö ár kannski, þá ætti þetta að vera orðið skárra. Til gamans má geta að síðan ég byrjaði í þessum rekstri höfum við verið að gera allskonar áætlanir en þær hafa aldrei staðist. Það er alltaf eitthvað utanaðkomandi sem verður til þess.”

 

Sjá nánar spjall við Árna Jón í Skessuhorni vikunnar. Hann sinnir ólíkum og mörgum verkefnum í fyrirtæki sínu, meðal annars byggingu húss undir vatnsverksmiðjuna í Rifi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is