23. júní. 2010 02:52
Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í gær samþykkti meirihluti sveitarstjórnar formlega að ráða Laufeyju Jóhannsdóttur til áframhaldandi starfa sem sveitarstjóri. Hún hefur gegnt starfinu sl. tvö ár. Sigurði Sverri Jónssyni oddvita var falið að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við Laufeyju, en samningurinn verður lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.