Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Frjádagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2010 03:19

Þjóðverjar fylgjast með leik sinna manna

Einn stærsti leikur Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta stendur nú yfir þar sem Þjóðverjar og Englendingar mætast í 16-liða úrslitunum. Fáir eru á ferli meðan leikurinn stendur yfir. Í Garðakaffi á Safnasvæðinu á Akranesi er hópur þýskra ferðamanna og fylgist með leiknum og nýtur um leið veitinga. Að sögn Hannesar Stefánssonar fararstjóra hópsins er þarna á ferð 28 manna hópur vildarviðskiptavina þýsks banka. Þrátt fyrir að fólkið sé ekki mikið fyrir knattspyrnu magnast upp spenna þegar landar þeirra eru komnir þetta langt í keppninni. Því var víxlað dagskráratriðum hjá hópnum til að hægt væri að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu í Garðakaffi. Fögnuður gestanna var mikill þegar Miroslav Klose skoraði á 20. mínútu leiksins. Á þeirri 33. skorar svo Lukas Podolski annað mark fyrir Þjóðverja og allir brostu og klöppuðu í Garðakaffi.

Þegar Matthew Upson skorar svo fyrir Englendinga skömmu síðar er heldur minna um fagnaðarlæti. Loks þegar Upson skoraði annað mark fyrir England, og boltinn var klárlega fyrir innan marklínuna, voru þýsku gestirnir heldur niðurdregnari. Jafnvel þó markið hefði ekki verið dæmt gilt, sem í raun var algjör skandall, fannst Þjóðverjunum að England ætti að hafa sín tvö mörk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is