27. júní. 2010 05:37
 |
Eitt af nýju húsunum. |
Fjölmenni var viðstatt opnun Þorpsins í Glym sl. miðvikudag þegar sex sérbúin og nýbyggð heilsárshús voru formlega tekin í notkun í brekkunni neðan við hótelið sjálft. Hóteleigendur, þau Hansína B. Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason halda því áfram á þeirri braut sem þau kalla „dásamlegt dekur í lúxus.“ Á níu ára starfstíma hótelsins hefur það boðið upp á þrjár stórar svítur, 22 minni svítur og þjónustu og veitingar sem hefur fært Glym efst á lista íslenskra hótela á einum þekktasta ferðaþjónustuvef í heimi. Framkvæmdir við uppbyggingu Þorpsins í Glym hófust árið 2006 og sagði Hansína að vissulega hefði verið hikað við að fara út í þær eftir hrun. Hún sagði að vel hafði gengið með byggingu húsanna og allir sem að því verki hefðu komið ættu þakkir skildar.
Samkomulag við álfa og vætti sem búa í steinum og klettum í nágrenninu hefði líka verið með ágætum, en eitt af húsunum sex í Þorpinu heitir einmitt Álfasteinn. Nöfn hinna húsanna fimm sem öll hafa sitt þema eru Orkusteinn, Unaðssteinn, Silfursteinn, Hornsteinn og Viskusteinn.
Sjá nánar frásögn í Skessuhorni í næstu viku.