27. júní. 2010 06:26
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir sambýliskona hennar voru með þeim fyrstu til að ganga í hjónaband eftir að ný hjúskaparlög tóku gildi. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum nú rétt í þessu. Hjúskaparlög sem leyfa hjónaband fólks af sama kyni voru samþykkt á Alþingi fyrr í sumar en lögin tóku gildi í dag. Jóhanna og eiginkona hennar voru þegar í staðfestri samvist en lögðu inn umsókn um að henni yrði breytt í hjónaband um leið og nýju hjúskaparlögin tækju gildi.
www.ruv.is