28. júní. 2010 02:01
Víkingar Ólafsvík höfðu heppnina með sér þegar dregið var í 8-liða úrslit Visa-Bikarsins fyrir helgina. Þeir fá heimaleik á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar og hefðu varla getað verið heppnari, nema þá að fá sem mótherja 1. deildarlið KA sem fær það erfiða hlutskipti að sækja Íslandsmeistara FH heim í Kaplakrika. Hinir tveir leikirnir eru Fram - Valur og KR - Þróttur R. Átta-liða úrslitin byrja með leik FH og KA sunnudaginn 11. júlí en daginn eftir eru síðan hinir þrír leikirnir. Stjörnunni, sem leikur sína heimaleiki á gervigrasi, hefur löngum gengið erfiðlega á útivöllum, en sigraði reyndar Íslandsmeistara FH núna í Kaplakrikanum í Pepsí-deildinni og þar á undan BÍ/Bolungarvík í 16-liða úrslitunum fyrir vestan.