Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2010 12:58

Furðar sig á sanngirnistali ráðherra

„Það var með ólíkindum að hlusta á ráðherrann svara, því hann hefur ekki talað um að það hafi verið ósanngjarnt að skuldsett heimili þurftu að horfa upp á gengistryggðu lánin sín hækka um og yfir 100% vegna falls bankanna. Gylfi Magnússon hefur ekki verið tilbúinn að fara í almennar leiðréttingar á stökkbreyttum höfuðstól gengistryggðra og verðtryggðra lána. En núna þegar fallinn er dómur sem er hagstæður alþýðu þessa lands þá talar hann um að það verði að finna sanngjarna niðurstöðu með hagsmuni allra að leiðarljósi,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem var einn fundarmanna á opnum fundi um dóm Hæstaréttar vegna myntkörfulána sem haldinn var í Iðnó í gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum og margir hlýddu á úr hljóðkerfi utan dyra.

 

 

Vilhjálmur var einn þeirra sem lagði fram fyrirspurnir á fundinum en á honum svaraði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra því til að dómurinn myndi standa, en það væri hins vegar veruleg óvissa um hvaða vextir ætti að miða við á gengistryggðu lánunum. Sagði Gylfi það ósanngjarnt gagnvart öðrum lántakendum og fjármálastofnunum að þeir vextir sem tilgreindir eru í samningunum verði látnir standa. Ragnar Baldursson lögmaður sem rak annað dómsmálið fyrir Hæstarétti sagði á fundinum að dómur Hæstaréttar væri skýr og menn væru að búa til óvissu, vextir sem tilgreindir væru í lánasamningunum ættu skýlaust að standa óhaggaðir.

Vilhjálmur Birgisson segir á heimasíðu VLFA að það hafi verið afar fróðlegt að hlusta á framsögu Péturs Blöndal alþingismanns á fundinum, sem sagði skuldara sjálfhverfa og minnti Pétur í máli sínum á tap sparifjáreigenda. Pétur sagði fundarmenn horfa aðallega á naflann á sjálfum sér.  Vilhjálmur sagði á fundum að það væri ekki sæmandi þingmanni að tala niður til fólks sem væri einungis að fara fram á að dómur frá Hæstarétti sé virtur. Beindi hann þeirri spurningu til Péturs hvort það gæti virkilega verið staðreynd að hann væri ekki að horfa á naflann á sjálfum sér þegar hann talaði í sífellu um að verja þurfi fjármagnseigendur í hvívetna. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Umsókn um styrki 2020

Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is