Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2010 03:01

Afmælishátíð í Gamla Kaupfélaginu

Núna á Írskum dögum er ár liðið frá því að veitinga- og skemmtistaðurinn Gamla Kaupfélagið á Akranesi var opnaður. Það gerðist á föstudeginum á hátíðinni í fyrra, sem þá bar upp á 3. júlí. Nú ber laugardaginn upp á 3. júlí eins og almanakið gerði ráð fyrir og það má því segja að Gamla Kaupfélagið eigi tvo afmælisdaga að loknu þessu fyrsta starfsári. Þetta ætlar Ingólfur Árnason og hans fólk í Gamla Kaupfélaginu að nýta sér með því að láta afmælishátíðina standa alla helgina. Tveir gestakokkar verða á staðnum yfir helgina og gefst gestum Írskra daga kostur á fjölbreyttum og girnilegum réttum af skemmtilegum matseðli. Þá er aðstaða mjög góð til að fylgjast með spennunni á HM í fótboltanum og ýmis tilboð í gangi tengd afmælinu og keppninni. 

 

 

 

Reyndar er tekið forskot á sæluna með tónleikunum „Aldrei fór ég neitt“ á fimmtudagskvöldinu, en vegna fjölda áskorana frá þeim sem voru á tónleikunum í maímánuði eru þeir nú endurteknir. Á föstudagskvöldið mæta svo á svæðið engir aðrir en Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Þeir standa fyrir útgáfutónleikum og dansleik bæði föstudags- og laugardagskvöld. Frá Helga Björns og félögum er að koma nýr geisladiskur, „Þú komst í hlaðið“. Þetta er í fyrsta sinn sem efni disksins er flutt opinberlega og reyndar áttu Helgi og félagar að skemmta gestum á Landsmóti hestamanna, sem slegið var af sögum hrossasóttarinnar. Í stað þess að koma í hlað á Vindheimamelum birtast Reiðmenn vindanna í hlaði Gamla Kaupfélagsins, gestum Írskra daga til heiðurs.

Í tilefni afmælisins verður frítt á tónleikana á föstudagskvöld, en á laugardagskvöldinu ætla Helgi Björns og Reiðmenn vindanna að hafa aðrar áherslur á tónleikum og dansleik en á föstudagskvöldinu. Þá verður selt inn gegn vægu gjaldi og auk þess verður geisladiskurinn boðinn á afsláttarverði. Forsala er hafin í Gamla Kaupfélaginu og Jack & Jones, Kringlunni og Smáralind.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is