Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2010 03:01

Afmælishátíð í Gamla Kaupfélaginu

Núna á Írskum dögum er ár liðið frá því að veitinga- og skemmtistaðurinn Gamla Kaupfélagið á Akranesi var opnaður. Það gerðist á föstudeginum á hátíðinni í fyrra, sem þá bar upp á 3. júlí. Nú ber laugardaginn upp á 3. júlí eins og almanakið gerði ráð fyrir og það má því segja að Gamla Kaupfélagið eigi tvo afmælisdaga að loknu þessu fyrsta starfsári. Þetta ætlar Ingólfur Árnason og hans fólk í Gamla Kaupfélaginu að nýta sér með því að láta afmælishátíðina standa alla helgina. Tveir gestakokkar verða á staðnum yfir helgina og gefst gestum Írskra daga kostur á fjölbreyttum og girnilegum réttum af skemmtilegum matseðli. Þá er aðstaða mjög góð til að fylgjast með spennunni á HM í fótboltanum og ýmis tilboð í gangi tengd afmælinu og keppninni. 

 

 

 

Reyndar er tekið forskot á sæluna með tónleikunum „Aldrei fór ég neitt“ á fimmtudagskvöldinu, en vegna fjölda áskorana frá þeim sem voru á tónleikunum í maímánuði eru þeir nú endurteknir. Á föstudagskvöldið mæta svo á svæðið engir aðrir en Helgi Björns og Reiðmenn vindanna. Þeir standa fyrir útgáfutónleikum og dansleik bæði föstudags- og laugardagskvöld. Frá Helga Björns og félögum er að koma nýr geisladiskur, „Þú komst í hlaðið“. Þetta er í fyrsta sinn sem efni disksins er flutt opinberlega og reyndar áttu Helgi og félagar að skemmta gestum á Landsmóti hestamanna, sem slegið var af sögum hrossasóttarinnar. Í stað þess að koma í hlað á Vindheimamelum birtast Reiðmenn vindanna í hlaði Gamla Kaupfélagsins, gestum Írskra daga til heiðurs.

Í tilefni afmælisins verður frítt á tónleikana á föstudagskvöld, en á laugardagskvöldinu ætla Helgi Björns og Reiðmenn vindanna að hafa aðrar áherslur á tónleikum og dansleik en á föstudagskvöldinu. Þá verður selt inn gegn vægu gjaldi og auk þess verður geisladiskurinn boðinn á afsláttarverði. Forsala er hafin í Gamla Kaupfélaginu og Jack & Jones, Kringlunni og Smáralind.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is