29. júní. 2010 09:11
 |
Þyrlan fer á loft frá Grundartanga. |
Maður slasaðist alvarlega í vinnuslysi sem varð um klukkan 19:30 í kvöld í járnblendiverksmiðju Elkem Íslandi á Grundartanga. Hlúð var að manninum á Grundartanga en hann síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrlan lenti í Fossvogi um klukkan 20:30. Að sögn Einars Þorsteinssonar forstjóra varð sprenging í ofni 1 á annarri hæð í verksmiðjunni. “Það er ljóst að sprenging eða eldtunga fer úr ofninum í skörungshæð og einn starfsmaður okkar brennist illa. Frekari yfirlýsinga er að vænta síðar í kvöld um hugsanleg tildrög slyssins,” sagði Einar í samtali við Skessuhorn. Hann segir að bruni í verksmiðjunni hafi verið staðbundinn og búið sé að komast fyrir hann. Verksmiðjan er stopp í augnablikinu.