30. júní. 2010 03:01
Undanfarin sumur hefur SAMAN hópurinn staðið fyrir ýmsum uppákomum þar sem minnt er á mikilvægi samveru fjölskyldunnar. Að þessu sinni er staðið fyrir skemmtilegri örsögu-samkeppni þar sem vegleg verðlaun eru í boði fyrir alla fjölskylduna. Örsögu samkeppnin er fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára. “Langar okkur að fá sendar skemmtilegar sumarleyfissögur þar sem fjölskyldan kemur við sögu, hvort sem sagan gerist úti í garði heima eða á fjarlægum slóðum. Góðar minningar verða til alls staðar,” segir í tilkynningu frá Saman hópnum. Höfundur bestu sögunnar fær í verðlaun gistingu á KEA hóteli að eigin vali fyrir fjölskylduna og 30.000 króna bensínpening frá Orkunni. Skemmtilegustu sögurnar verða birtar á heimasíðu SAMAN hópsins, www.samanhopurinn.is