30. júní. 2010 03:07
Starfsmaður Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem var nærstaddur þegar sprenging varð í einum af þremur ofnum verksmiðjunnar um kvöldmatarleytið í gærkvöldi, lést af sárum sínum undir morgun á gjörgæsludeild Landsspítalans. Að sögn lögreglu er ekki hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
Vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Starfssemi verksmiðjunnar liggur niðri meðan rannsókn fer fram.