Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2010 12:52

Segir Seðlabanka og FME lýsa yfir stríði á hendur borgurum landsins

Lán sem báru ólöglega gengistryggingu fram að nýföllnum dómi Hæstaréttar skulu í framtíðinni bera vexti sem Seðlabankinn ákvarðar, eða 8,25%. Þetta er ákvörðun sem Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið kynntu í morgun. Þessar stofnanir hafa beint tilmælum um þessa ákvörðun sína til banka og fjármálastofnana í þeim tilgangi “að verja fjármálakerfið.” Miðað við þetta munu skuldarar lána sem bundin voru erlendri mynd fá lækkun á lánum sínum frá því sem var, áður en Hæstiréttur dæmdi þau ólögleg. En þó ekki jafn mikla lækkun og verið hefði ef dómur Hæstaréttar hefði staðið óhaggaður. Þessi ákvörðun FME og Seðlabankans hefur vægast sagt fallið í grýttan jarðveg í hópi hagsmunasamtaka skuldara og víða í þjóðfélaginu. “Seðlabanki og FME hafa með yfirlýsingu þessari í raun lýst yfir stríði á hendur almennum borgurum þessa lands,” segir Guðmundur Andri Skúlason talsmaður samtaka lánþega í morgun.

Fjöldi virtra lögfræðinga hefur lýst því yfir að þótt Hæstiréttur hafi dæmt óheimilt að tengja lán í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla séu aðrir hlutar lánasaminganna löglegir. Því beri að rukka þá vexti af myntkörfulánunum sem þar er kveðið á um, oft í kringum 2,5-4% án gengistryggingar.

Hvorki Seðlabankinn né Fjármálaeftirlitið höfðu formlega samráð við fulltrúa skuldara áður en ákveðið var að beina þeim tilmælum til banka og fjármálastofnanna að notast við seðlabankavextina á ólöglegu myntkörfulánunum. Þetta gagnrýnir Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir stjórnvöld neiti að horfast í augu við nýfallinn Hæstaréttardóm og veltir fyrir sér hver eigi þá að tryggja að hann nái fram að ganga. Friðrik segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka vísa til ákveðinna laga sem þau byggja röksemdir sínar á, en kjósi að horfa fram hjá neytendalögum og samningalögum, en þar segi að sé óvissa um samningsákvæði þá skuli það ákvæði gilda sem er neytendum í hag. Hann segir að ákvörðunin sem kynnt var í morgun sé varin með tilvísun til almannahagsmuna, en í raun sé verið að tala fyrir hagsmunum kerfisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is