Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2010 04:00

Lenti í hrikalegri lífsreynslu í kolanámuslysi á Svalbarða

Útþráin og ævintýramennskan er rík í fari sumra. Á sínum tíma sagði Borgfirðingurinn Egill Skallagrímsson; „Út vil ek.“ Um 800 árum síðar var það sama útþráin sem kvaldi ungan Skagamann, Björgvin K. Björgvinsson. Hann fæddist árið 1957 og ólst upp í allstórum systkinahópi í gömlu húsi sem hét Vinaminni og stóð þar sem nú er safnaðarheimili Akurnesinga með sama nafni. „Ég man varla eftir mér öðruvísi en ég hafi verið ákveðinn í því að þegar ég mætti, þá færi ég á flakk út fyrir landsteinana,“ sagði Björgvin í samtali við Skessuhorn. Hann á að baki sérstakt lífshlaup og lenti á endanum í slíkri mannraun að raunverulega er með ólíkindum að hann sé í lifenda tölu. Björgvin starfaði í átta ár í kolanámum í Longyearbyen á Svalbarða og varð þar fyrir slysi sem batt endi á hans starfsferil. „Ef þetta hefði ekki gerst gæti vel verið að ég væri ennþá á Svalbarða. Þótt margir gæfust upp á þessari vist, í myrkrinu og kuldanum, hentaði þetta mér ágætlega.

Mikil samkennd var meðal námumanna og það var svo þægilegt að fyrirtækið sem átti námurnar sá fyrir öllu í bænum. Maður þurfti lítið að hafa fyrir hlutunum nema vinna,“ sagði Björgvin sem hefur frá ýmsu að segja frá útrásarárum sínum, en á þeim dvaldi hann lengstum á Svalbarða og í Noregi.

 

 

Sjá ítarlegt viðtal við Björgvin í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is