Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2010 10:01

Kanóar framleiddir á Bolungarvík

Vestur í Bolungarvík hefur verið starfrækt lítil bátagerð frá haustdögum. Hún sérhæfir sig í smíði kanóa af gömlu gerðinni.  Þeir eru gerðir úr trefjaplasti og eru léttir og meðfærilegir.  Svo vitað sé er ekki verið að framleiða sambærilega báta annarsstaðar hér á landi.  Bátagerð SE í Blungarvík framleiðir bátana.  Þeir eru 4,63 metrar á lengd og 1,06 á breidd og því mjög stöðugir sem fjölskyldubátar. Henta þeir vel til veiða hvort heldur er með stöng eða til skotveiði eða sem útleigubátar í ferðaþjónustu.  Bátarnir fást framleiddir í mörgum litum, eftir óskum kaupenda, en staðalliturinn er mahogny brúnn. Framleiðslutími hvers báts er um vika.  Fyrsti báturinn var afhjúpaður í síðustu viku og afhentur eiganda sínum Hrólfi Vagnssyni sem rekur ferðaþjónustu á Hesteyri í Jökulfjörðum.  Verð hvers báts er 230.000 krónur. 

Þeir sem áhuga hafa að kynna sér framleiðsluna eða hafa frekari spurningar geta haft samband við Svan Elíasson í síma 844-0216.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is