02. júlí. 2010 12:06
Klukkan 10 í morgun var bæjarhátíðin Írskir dagar settir á Akranesi. Leikskólabörn bæjarins skipuðu þar stóran sess, en þau mynduðu risastóran fána í írsku litunum á grasflötinni við Byggðasafnið í Görðum. Guðmundur Páll Jónsson setti hátíðina en því næst tók Ingó Veðurguð við og söng fyrir og með börnunum. Framundan er þétt dagskrá um allan bæ. Veður er nú með besta móti á Akranesi; sól og um 15 stiga hiti.