02. júlí. 2010 12:50
Bíll og hjólhýsi ultu út af Snæfellsnesvegi við Miklaholtssel rétt eftir hádegi í gær en þá gekk venju fremur djúp lægð yfir landið. Hjólhýsið tókst á loft í vindhviðu og tók bílinn með sér og ultu bæði. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum en þá sakaði ekki við óhappið. Hjólhýsið var heillegt að sjá eftir veltuna, að sögn lögreglu, en allt á rúi og stúi innandyra eins og gefur að skilja. Ferðamennirnir komu hingað til lands með bíl sinn og hjólhýsi með Norrænu fyrir um viku síðan.