Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2010 02:17

Öflug gæsla á Írskum dögum

Öflug gæsla verður á tjaldsvæðinu á Akranesi núna um Írsku daga helgina. Um hádegið í dag mætti á svæðið sá sem haft hefur yfirumsjón með gæslunni þessa helgi síðustu árin. Hann er kallaður “Kiddi keðja“. Guðni Haraldsson rekstraraðili tjaldsvæðisins við Kalmansvík segir Kidda vera dyravörð og rótara Íslands númer eitt. Kiddi, eða Kristján Gunnarsson, eins og hann heitir, þekki úr fjöldanum alla þá sem þekktir eru fyrir það að verða til vandræða. Það var rólegt á tjaldsvæðinu við Kalmansvík þegar blaðamaður Skessuhorns leit þar við á öðrum tímanum í dag, föstudag, en nokkrir samt mættir á svæðið. „Við búumst þó við aðalstraumnum í Galtalæk um helgina því í gær var búið að selja þar 6000 miða í forsölu,“ sagði Kiddi. Stefanía Óskarsdóttir frá Björgunarfélagi Akraness tók í sama streng. „Facebook segir að unglingarnir ætli í Galtalæk og hún lýgur ekki,“ sagði Stefanía.

 

 

„Þetta var slæmt ásand hérna á Írskum dögum 2007 en hefur verið að lagast. Núna seinna í dag kemur auka mannskapur úr Reykjavík, menn sem eru vanir dyravörslu úr borginni. Þótt björgunarsveitin sé mjög góð og sinni sínu hlutverki vel, er líka nauðsynlegt að vera með mannskap sem er vanur erfiðu ástandi ef það kemur upp,“ segir Kristján Gunnarsson, Kiddi keðja. Hann er ýmsu vanur í sínum störfum, gerir varla mikið annað en sinna gæslunni, enda var hann að störfum 150 nætur á síðasta ári.

Eins og Skessuhorn hefur greint frá er nú aftur horfið til þess eins og gert var um Írsku dagana 2008, að unglingar frá 18-23 ára aldri fá ekki að tjalda í Kalmansvík nema í fylgd fjölskyldunnar.

 

Á myndinni eru þeir sem sinntu gæslu eftir hádegið í dag í Kalmansvík: Kristján Gunnarsson ásamt fólki frá Björgunarfélagi Akraness, Stefanía Óskarsdóttir, Anton Örn Rúnarsson og Ingibjörg Torfadóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is