05. júlí. 2010 11:02
Alls bárust 36 umsóknir um starf bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar, en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka þar sem ekki var hægt að gæta nafnleyndar. Umsóknarfrestur rann út 29. júní síðastliðinn. “Við höfum staðið í viðtölum nú um helgina og vonumst til að geta lagt fram tillögu að bæjarstjóraefni fyrir bæjarstjórnarfund næstkomandi fimmtudag, 8. júlí,” sagði Sigurborg Kr. Hannesdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Skessuhorn.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri, Árborg
Atli Már Ingólfsson, lögfræðingur, Hafnarfirði
Áki Brynjar Gestsson, byggingariðnfræðingur, Kópavogi
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður, Akureyri
Björg Bára Halldórsdóttir, fv. framkvæmdarstjóri, Snæfellsbæ
Björn Rúriksson, ljósmyndari, Árborg
Björn Steinar Pálmason, viðskiptafræðingur, Kópavogi
Brynjar Sindri Sigurðsson, rekstrarráðgjafi, Reykjavík
Einar Kristján Jónsson, viðskiptafræðingur, Kópavogi
Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, Reykjavík
Eygló Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykhólahreppi
Georg Gísli Andersen, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ
Guðmundur Einar Jónsson, viðskiptafræðingur, Kópavogi
Guðmundur Jóhannsson, rafvirkjameistari, Akureyri
Guðrún Svana Pétursdóttir, skrifstofumaður, Stykkishólmi
Gunnar Björnsson, viðskiptafræðingur, Reykjavík
Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri, Ólafsfirði
Kjartan Þór Ragnarsson, lögfræðingur, Reykjavík
Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri, Mosfellsbæ
Magnús Guðjónsson, fv. framkvæmdastjóri, Kópavogi
Óskar Baldursson, viðskiptafræðingur, Garðabæ
Pálína Kristinsdóttir, fv. framkvæmdastjóri, Garðabæ
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri, Patreksfirði
Rúnar F. Árnason, rekstrarráðgjafi, Keflavík
Sif Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykjavík
Sigríður Finsen, hagfræðingur, Grundarfirði
Sigurður Sigurðsson, byggingar- og stjórnunarverkfræðingur, Garðabæ
Stefán Egill Þorvarðarson, Reykjavík
Svavar Jósefsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Sveinn Pálsson, sveitarstjóri, Vík í Mýrdal
Tómas Logi Hallgrímsson, sjómaður, Grundarfirði
Valtýr Sigurbjarnarson, landfræðingur, Akureyri
Vilhjálmur Wiium, hagfræðingur, Reykjavík
Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur, Garðabæ