Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júlí. 2010 08:01

Stefnt að útgáfu Sögu Akraness í haust

Þessar dagana er að ljúka frágangi á Sögu Akraness undir prentun. Þetta er sá hluti sögunnar sem nær frá landnámi og fram að aldamótunum 1800 og er stefnt að útgáfu hennar nú í haust í tveimur bindum sem alls verða um 1000 blaðsíður. Samkvæmt samningi við Gunnlaug Haraldsson sagnaritara átti einmitt þessum hluta verksins að vera lokið um miðjan júlímánuð. Jón Gunnlaugsson formaður ritnefndar Sögu Akraness, segir að nú sé verið að ljúka við verkið og binda saman ýmsa enda. Þegar sagan verði afhent núna um miðjan mánuðinn eigi eftir að velja útgefenda, ákveða upplag og annað sem viðkemur útgáfunni. „Við komum væntanlega til með að funda í nefndinni á næstu dögum og taka næstu skref. Ég myndi kjósa að við settum stefnuna á að koma bókinni út í kringum Vökudagana í haust og sköpuðum þannig stemningu fyrir þessu verki, sem mér lýst vel á.

Mér sýnist bækurnar vera vel upp settar og þetta sé skemmtilegt uppflettirit sem Akurnesingar og áhugafólk um sögu bæjarins fær í hendur,“ segir Jón Gunnlaugsson.

 

Eins og Skessuhorn hefur greint frá hefur undirbúningur að útgáfu Sögu Akraness verið kostnaðarsamur og þegar er búið að veita rúmlega 70 milljónum til útgáfunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is