Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2010 09:01

Bíóhöllinni pakkað inn fyrir viðgerðir

„Fyrst listamenn eru að pakka inn byggingum úti um allan heim þá erum við sjálfsagt „listamúrarar,“ sögðu glaðbeittir múrarar hjá MVM á Akranesi sem þessar vikurnar eru að byggja nýtt ytra byrði á Bíóhöllina á Akranesi, einangra veggi hennar að utan og síðan verður sett þar utan á múrkerfi. Bíóhöllin verður múruð með trefjaefni og ysta lagið er örþunnt steinlag, þannig að hún kemur til með að breyta mikið um svip við þessar lagfæringar. Bíóhöllin verður seinna í sumar orðin ljósleit að lit og því verður ekki til staðar lengur rauði liturinn sem einkenndi allar byggingar HB, en sem kunnugt er gaf Haraldur Böðvarsson Akurnesingum Bíóhöllina við vígslu hennar árið 1942.

 

 

 

Þessar endurbætur hófust í síðasta mánuði og verður lokið í kringum næstu mánaðamót að sögn Magnúsar Björnssonar hjá MVM. Framkvæmdin var orðin mjög aðkallandi, enda kominn talsverður raki í 40 sentimetra þykka veggi hússins, sérstaklega suðvesturhliðina sem er áveðurs. Engu að síður þurfti ekki miklar viðgerðir undir einangrunina sem er tveggja tommu frauðplast. Alls eru veggfletirnir sem einangraðir eru og múrhúðaðir um 750 fermetrar. Kostnaður við þessar endurbætur á Bíóhöllinni að utan eru um 20 milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is