Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2010 10:00

Ráðuneytið tekur tölvukaupamálið upp komi um það beiðni

Umboðsmaður Alþingis felldi nýlega úrskurð um meðferð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á kæru sem laut að kaupum Akraneskaupstaðar á tölvuþjónustu. Þar kvað umboðsmaður málsmeðferð ráðuneytisins hvað varðar rannsókn þess ekki hafa verið í samræmi við 10. grein stjórnsýslulaga sem kveður á um rannsóknarskyldu stjórnvalds. Umboðsmaður taldi að við mat ráðuneytisins á hæfi forseta bæjarstjórnar hafi því borið að afla nægjanlegra upplýsinga um hvort hann hafi haft vitneskju um tengsl sonar síns við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf. (TSS) á fundum bæjarstjórnar í apríl 2008. Þeim tilmælum var jafnframt beint til ráðuneytisins að það taki málið til endurskoðunar komi um það beiðni frá kæranda. Í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag kemur fram að það muni verða við endurupptöku málsins komi um það beiðni frá kæranda þess.

Athugun ráðuneytisins beindist annars vegar að tímasetningu á tilkynningu um kaup sonar forseta bæjarstjórnar á hlut í umræddu fyrirtæki og hins vegar að tímasetningu ákvörðunar bæjarstjórnar um að ganga til samninga við fyrirtækið um kaup á tölvuþjónstu. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hefði fram komið sem sýndi fram á að forseti bæjarstjórnar hafi haft vitneskju um aðkomu og tengsl sonar síns að TSS þegar hann tók afstöðu á fundum þann 10. og 22. apríl 2008. Hins vegar hefði ekki verið hjá því komist að telja stöðu hans óheppilega í þessu tilviki eins og tekið var sérstaklega fram í úrskurðinum.

 

Þá segir í áliti umboðsmanns að ráðuneytið hafi ekki verið bært að lögum til að leysa úr því hvort ákvarðanir Akraneskaupstaðar um að láta hjá líða að bjóða út kaup á tölvuþjónustu árið 2008 hafi verið í samræmi við innkaupareglur sveitarfélaga. Slíkt falli undir valdsvið kærunefndar útboðsmála. “Ráðuneytið mun í framtíðinni hafa þetta atriði í áliti umboðsmanns Alþingis til hliðsjónar við umfjöllun hliðstæðra mála,” segir í tilkynningu frá ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is