Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2010 09:01

Hátíðarhöld í Dölum um helgina

Laugardaginn 10. júlí næstkomandi verður haldið upp á tíu ára afmæli Eiríksstaða í Dölum. Þá verður einnig haldin bæjarhátíðin “Heim í Búðardal.” “Hátíðin snýst aðallega um tíu ára afmæli Eiríksstaða og verður dagskrá milli kl. 13 og 18 á laugardaginn,” segir Herdís Erna Gunnarsdóttir skipuleggjandi hátíðarinnar. “Víkingafélag Dalamanna verður á staðnum en einnig kemur í heimsókn víkingafélagið Hringhorni og Rimmugýgur sem ætlar að gleðja gesti með allskonar leikjum og bardagaatriðum. Hér ríkir mikil víkingamenning og ég veit að margir heimamenn eiga víkingabúninga. Við hvetjum alla til þess að klæðast þeim og taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Þá verða einnig víkingatjöld með víkingahandverki til sýnis og til sölu. Eiríkur Rauði kemur á svæðið ríðandi á hesti ásamt fylgdarliði svo það verður sannkallað víkingalíf á svæðinu,” segir Herdís. 

Dalaleikar og Dalton

 

“Þessi hátíð kemur í staðin fyrir Eiríksstaðahátíðina sem var haldin í nokkur skipti eftir 2000. Fólk notaði oft þessa helgi til að hitta vini og vandamenn og vonumst við til að það verði áfram,” segir Herdís. Eftir að dagskrá lýkur á Eiríksstöðum er gert stutt hlé en síðan færast hátíðarhöldin inn í Búðardal þar sem bæjarhátíðin “Heim í Búðardal” verður haldin. “Dagskráin í Búðardal hefst kl. 20 við Dalabúð. Meðal dagskrárliða má nefna að Dalaleikarnir verða haldnir að hætti leikfélagsins þar sem keppt verður í heimatilbúnum og afar óvenjulegum leikum. Við verðum einnig með svið þar sem verða nokkur tónlistaratriði að hætti heimamanna. Dagskránni lýkur um kl. 22 með varðeldi í fjörunni. Leikfélagið stendur síðan fyrir balli í Dalabúð kl. 23 og mun Hljómsveitin Dalton halda uppi stuðinu inn í nóttina,” sagði Herdís.

 

Eitthvað fyrir alla

 

“Aðrir viðburðir fléttast auðvitað inn í hátíðina. Á föstudaginn verður hálfgerð upphitun þar sem íbúar skreyta húsin sín og garða. Sveitinni hefur verið skipt í tvennt; norður og suður og skreyta norðurmenn með rauðu og bláu og suðurmenn með grænu og appelsínugulu. Nokkrir íbúar verða þá með opin hús eða bílskúra og bjóða gestum og gangandi upp á kjötsúpu. Eftir það verður hljómsveitin Ferlegheit að spila í Leifsbúð. Fyrir þá sem ekki hafa gaman af víkingum verður opið markaðstjald í Búðardal á sama tíma og afmælishátíðin er á Eiríksstöðum eða milli kl. 13 og 20. Birgir Óskarsson verður síðan með Fróðleiksgöngu frá Leifsbúð kl. 14 en þar verður einnig opnuð ný sýning um helgina. Þá verða eldri borgarar með upplestur í Rauða kross húsinu af sögum Dalamanna. Það ættu því allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi í Dalabyggð um helgina,” sagði Herdís að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is