Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2010 03:01

Þrasaði eins og aðrir í kaffitímunum

Þónokkuð var talað um það fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi í vor að litlar breytingar væru á listum flestra framboðanna og bæjarbúum stæði því varla til boða annað en kjósa „sama gamla liðið“ aftur, eins og haft var á orði. Endirinn varð samt sá að ríflega helmingur bæjarstjórnarinnar er nýtt fólk í stjórnmálum, fimm bæjarfulltrúar af níu koma nú nýir inn í bæjarstjórn. Einn þeirra er Einar Brandsson sem skipaði annað sætið á D-lista Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn beið nokkurn hnekki í kosningunum núna, fór úr fjórum fulltrúum sem hann fékk fyrir síðustu kosningar niður í tvo.

 

 

 

„Ég held þessi slaka útkoma flokksins núna sé ekki sú versta í sögunni, alla vegna ekki hvað fulltrúatölu varðar. Ég held að flokkurinn hafi til að mynda verið með tvo fulltrúa áður en Gunnar Sigurðsson kom inn í bæjarstjórnina á sínum tíma. Annars er þetta ómöguleg útkoma, við eigum ekki að fá minna en þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. Það á bara að vera þannig,“ segir Einar. Aðspurður um ástæður útkomunnar núna, segist hann hafa ákveðið að tjá sig ekki mikið um það, enda eflaust þar nokkrar ástæður. Það hafi þó verið augljóst í aðdraganda kosninganna að sundrung var í hópnum. „Vissulega staðfesta úrslitin óánægju en ég var samt að vonast til að þegar útslit í prófkjörinu lágu fyrir myndi fólk standa saman og við næðum ásættanlegri útkomu í kosningunum.“

 

Nánar er rætt við Einar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is