Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2010 04:01

Varmalandsmeyjar hittust í sextíu ára útskriftarafmæli

Húsmæðraskólarnir gegndu mjög veigamiklu hlutverki á síðustu öld. Þeir voru ekki aðeins mikilvægustu menntastofnanir kvenna á þessu tímaskeiði heldur um leið heimilanna í landinu. Námsmeyjarnar lærðu ekki aðeins til heimilisverka heldur um leið allan almennan heimilisrekstur, þar með talið umsjón fjármála heimilisins. Það er oft talað um mikilvægi hinnar hagsýnu húsmóðir og ekki að ósekju.  Einn stærsti húsmæðraskóli landsins var um árabil á Varmalandi í Borgarfirði. Þar voru til að mynda veturinn 1949-’50 fjörutíu og tvær námsmeyjar. Þær hafa haldið hópinn síðan og undanfarna áratugi komið saman með fimm eða tíu ára millibili.

Í síðustu viku hittust þær á Hótel Glymi í Hvalfirði til að halda upp á að 60 ár voru liðin frá því þær útskrifuðust eftir eins vetrar nám í hússtjórnarfræðum frá Varmalandi, en þá var námstíminn ekki lengri í skólunum. Almennt virðast þær hafa unnið vel úr lífinu þessar Varmalandsmeyjar sem nú eru um áttrætt og þar yfir. Þær voru 29 mættar í þennan fagnað í Glymi og skemmtu sér saman frá því um miðjan dag og fram á kvöld. Sjö eru fallnar frá úr þessum 42 nemenda árgangi frá Varmalandi og því aðeins sex sem sáu sær ekki fært að koma að þessu sinni. Hlýtur þetta að teljast einstök mæting hjá svo fullorðnum hópi.

 

Í ítarlegu viðtali í Skessuhorni sem kom út í dag, með myndum frá fyrri tíð, eru rifjaðar upp minningar frá þessum eftirminnilega vetri, sem mörgum þeirra finnst sá skemmtilegasti á lífsleiðinni. Síungar Varmalandsmeyjar hafa frá ýmsu að segja. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is