08. júlí. 2010 12:37
Á vef Náttúrustofu Vesturlands kemur fram að aðgerðir gegn ágengum plöntum í Stykkishólmi hafi gengið ágætlega og er lúpínuslætti nú að ljúka. “Fyrstu yfirferð á skógarkerfil og spánarkerfil er lokið nema í örfáum tilfellum þar sem ekki fékkst leyfi til að fara inn í garða. Sömuleiðis vantar enn leyfi nokkurra garðeigenda til að fjarlægja bjarnarkló og lúpínu,” segir á nsv.is Lúpínuslætti er nú lokið ef frá er talið skógræktarsvæðið við Grensás. Skógræktarfélag Stykkishólms er með ásana í austanverðu bæjarlandinu á leigu frá Stykkishólmsbæ. “Samkomulag um að uppræta lúpínu þar tókst ekki að þessu sinni en verkefnið fær til umráða eina stóra breiðu á því svæði til að framkvæma samanburðartilraun á áhrifum eiturs og sláttar. Sá hluti breiðunnar sem ekki verður nýttur í tilraunina verður sleginn og er gert ráð fyrir að þeim slætti ljúki í vikunni.