Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2010 01:39

Gistiheimili opnað á Steindórsstöðum

Um miðjan síðasta mánuð opnaði nýtt gistiheimili á Steindórsstöðum í Reykholtsdal. Það eru hjónin Guðfinna Guðnadóttir og Þórarinn Skúlason sem búa á Steindórsstöðum með um 30 kýr, annað eins af geldneytum, 60 kindur og 10 hross. Jörðin er með þeim landstærri í héraðinu, um 2900 hektarar og auk þess um 1500 ha sem eru hálft afréttarland Búrfells. Undanfarið ár hafa þau unnið við að gera upp gamla íbúðarhúsið á bænum en það er að stofni til frá 1936, var þá byggt eftir að torfbær brann síðla mikils þurrkasumars. Jörðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1828 en húsið byggði Einar Pálsson stórbóndi og móðurbróðir húsfreyju á sinni tíð og byggði hann auk þess tvívegis við húsið. Þetta er reisulegt tvílyft hús sem stendur efst á bæjarhólnum og er útsýni því gott til allra átta.

“Það má segja að við höfum gert húsið upp að öllu leyti að innan og byggðum auk þess stóran pall við það með heitum potti. Inni eru síðan sjö herbergi og rúm fyrir 11 gesti. Við opnuðum 15. júní sl. Þetta fór rólega af stað í fyrstu en er nú að aukast dag frá degi. Við bjóðum uppábúin rúm og morgunmat en fólk getur einnig valið að kaupa svefnpokagistingu og aðgang að eldhúsi. Ennþá eru það í meirihluta útlendingar sem hafa komið,” segir Guðfinna. Hún segir að gistiheimilið verði opið allt árið og hún sjái sjálf um alla vinnu enn sem komið er. “Þetta er nú mest hobby hjá mér samhliða búskapnum hjá okkur. Auðvitað vonum við samt að fjárfestingin í viðgerð á húsinu og öllum breytingum muni skila sér til baka,” segir Guðfinna Guðnadóttir.

Gistiheimilið er aðili að Ferðaþjónustu bænda. Hægt er að sjá ítarlegri upplýsingar á heimasíðunni www.steindorsstadir.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is