09. júlí. 2010 08:01
Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness, SjóSnæ, er 20 ára í þessum mánuði. Af því tilefni blæs félagið til afmælismóts í Ólafsvík um aðra helgi. Verður haldið á fengsæl fiskimið í Breiðafirði og veitt dagana 16. og 17. júlí. Mótið er opið öllum félögum innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga og gefur stig til Íslandsmeistara. Til mikils er að vinna á mótinu. Veitt verða verðlaun m.a. fyrir aflahæsta karl og konu, aflahæstu sveitirnar, aflahæsta bát, hæstu meðalvigt og fyrir þyngsta fisk í hverri tegund. Mökum keppenda verður boðið í skoðunarferð og siglingu um Breiðafjörð undir leiðsögn Helga Kristjánssonar. Lokahóf verður síðan á laugardagskvöldinu í Klifi og verðlaunaafhending.
Nánar má lesa um mótið á: www.sjosnae.is