Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júlí. 2010 11:06

Engin dæmi um jafn góða byrjun í laxveiðinni

“Ég hygg öruggt að engin þekkt dæmi séu um eins glæsilegt upphaf laxveiðitímabilsins og nú í vor.  Þetta gerist á sama tíma og laxagöngum heldur áfram að hraka í flestum nágrannalöndum,” segir Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum og vefstjóri Landssambands veiðifélaga á vef félagsins; www.angling.is Þorsteinn segir að hvað sem öðru líði séu máttarvöldin laxabændum sérlega velviljuð. Hann tekur vikulega saman tölur um veiði í helstu laxveiðiám landsins en Björn Theodórsson fiskifræðingur skrifi auk þess fréttir á vefinn. Í fyrradag voru þrjár ár komnar með yfir 1000 laxa veiði sem telst afar gott þegar einungis vika er liðin af júlí. Þetta eru Þverá ásamt Kjarará, Norðurá og Blanda.

Í næstu sætum með nánast tvöfalt færri laxa koma síðan Grímsá ásamt Tunguá og Haffjarðará. Engu að síður er um metbyrjun að ræða í þessum ám enda eru veiðimenn alsælir á bökkum þeirra. “Aldrei hef ég heyrt um annan eins landburð af laxi og er þó gamall orðinn,” segir Þorsteinn.

 

Hver stöng fengsælust í Flóku

Þorsteinn tekur saman upplýsingar um laxa á stöng. Þá kemur í ljós að röð efstu ánna breytist nokkuð.  Þar er Flókadalsá í Borgarfirði i 1. sæti með 95,3 laxa á stöng.  Næst er Haffjarðará með 86,5, Blanda með 85,2 og í 4. sæti eru Þverá og Kjarará með 77,3.  Fimmta sætið skipar Norðurá með 75 laxa á hverja stöng.  “Ef við aftur á móti skoðum afla á hvern stangardag breytist röðin enn verulega.  Þar situr Blanda í 1. sæti, með 5,6 laxa per stangardag.  Næst er Flókadalsá í Borgarfirði með 4,8.  Þá koma Haffjarðará og Miðfjarðará jafnar í 3. sæti með 4,6 laxa.  Fjórða sætið skipa Elliðaárnar með 4,3 laxa per. stangardag og í 5. sætinu er Grímsá með 4,1 lax.  Við þessa útreikninga hef ég reynt að líta til þess að þessar ár opna misjafnlega snemma.  Eins byrja margar árnar með færri stengur en notaðar eru meginhluta veiðitímabilsins.  Þær tölur og dagsetningar, sem ég hef undir höndum hvað þetta snertir, eru þó ekki fullkomlega áreiðanlegar.  Því bið ég fyrirfram velvirðingar á mögulegum skekkjum,” segir Þorsteinn Þorsteinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is