Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júlí. 2010 01:13

Gert klárt fyrir makrílveiðar í Grundarfirði

Skipverjar á Helga SH og Hring SH, skipum Guðmundar Runólfssonar í Grundarfrði eru nú að gera sig klára fyrir makrílveiðar en siglt verður síðdegis eða í kvöld á miðin. Skipin veiða með svokölluð tvílembingstrolli. Að sögn Runólfs Guðmundssonar útgerðarmanns er búið að prufukeyra vélar og tæki í vinnslunni og var það gert með makríl sem veiddist í höfninni. “Það er allt þakið af þessum fiski hér í sjónum allt í kringum okkur. Það er makríll úti af Öndverðarnesi, norðan við Barða úti af Vestfjörðum og svo er Breiðafjörðurinn þakinn af þessu og hafnirnar líka,” segir Runólfur.

Hann segir að svo mikið sé af makríl að hann óttist að fiskurinn sé bókstaflega að ryksuga upp seyði og æti fugla og annarra fiskitegunda. “Makríllinn er allt sitt líf á hreyfingu þar sem hann hefur ekki sundmaga. Þessi fiskur étur til dæmi síldarhrogn eftir að þau klekjast út og fara upp á yfirborðið sem kviðpokaseyði. Þá étur hann líka ýsuhrogn, rauðátu, sandsíli og trönusíli svo eitthvað sé nefnt. Hér í höfninni er hann til dæmis að eltast við síli. Mín skýring á ungadauða til dæmis hjá kríunni og slæmri viðkomu lundans sé rányrkja makrílsins á fæðu þessara fugla. Af þessu eiga menn að hafa áhyggjur,” segir Runólfur.

 

Bendir hann á að nú veiðist lítið annað en makríll úti fyrir ströndum Afríku og það sé örugglega ekki tilviljun. “Mín skoðun er sú að það eigi að veiða eins mikið af þessum fiski og mögulegt er. Ég hef áhyggjur af að þetta höggvi veruleg skörð í aðra fiskstofna."

 

Hvort skipa G Run hefur leyfi til að veiða 194 tonn af makríl. Hann skal veiða fyrir utan 12 mílurnar og hvergi á minna en 200 metra botndýpi. Aflinn verður unninn í vinnslu G Run; fiskurinn hausaður, slógreginn og heilfristur eftir það. Runólfur segir nýjan tækjakost þeirra hafa reynst vel þegar hann var prufukeyrður með makrílnum úr höfninni í Grundarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is