11. júlí. 2010 12:41
 |
Sláttur á Hvanneyri með Farmal A. |
Íslenski safnadagurinn er í dag, sunnudaginn 11. júlí. Að því tilefni munu söfn víðs vegar um landið bjóða gestum og gangandi að kynna sér starfsemi þeirra. Meðal þeirra safna sem opin eru hér á Vesturlandi má nefna Safnasvæðið í Görðum á Akranes, Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi og Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Fólk er hvatt til að nýta tækifærið og heimsækja söfnin sem öll eru einkar áhugaverð.