12. júlí. 2010 01:41
Á mánudag í síðustu viku náði Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi við Háskólasetur Snæfellsness, branduglu sem orðið hafði fyrir aðkasti í kríuvarpinu í Rifi. Var hún dösuð og illa á sig komin þegar henni var komið til bjargar. Eftir hressingardvöl og góðan aðbúnað í Náttúrustofu Vesturlands var henni sleppt tæpri viku síðar. Uglan var hin hressasta og frelsinu greinilega fegin, segir á vef Náttúrustofunnar. Hún flaug nokkra hringi um svæðið áður en hún hvarf bjargvættum sínum sjónum. Ljósm. www.nsv.is