Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2010 08:04

Reiðmaðurinn í boði meðal annars í Borgarnesi

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem kallast Reiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans.

Reiðmaðurinn var boðinn fram fyrst árið 2008 og útskrifaðist sá hópur sl. vor. Nú í haust verður námið boðið fram á fimm nýjum stöðum, þ.e. á Héraði, Akureyri, Borgarnesi, Hafnarfirði og Flúðum, en fyrir eru námshópar á Hellu og í Hestamiðstöðinni Dal sem væntanlega útskrifast næsta vor. Fjölmargir kennarar koma að verklegri kennslu en ábyrgðarmaður námsins er tamningameistarinn Reynir Aðalsteinsson.

 

Allar upplýsingar um námsfyrirkomulag og verð má finna á heimasíðu skólans, www.lbhi.is/namskeid  undir Reiðmaðurinn. Einnig veitir Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnisstjóri upplýsingar um netfangið endurmenntun@lbhi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is