Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2010 05:23

Spenna hjá fjölskyldu á Sunnubraut

„Þetta er spennandi og ég veit ekki hvernig við getum þakkað öllum þeim sem hafa verið duglegir að kjósa okkur. Við vonumst til að fá sama stuðninginn áfram og helst aðeins betur, yrðum mjög þakklát fyrir það. Þetta ræðst allt saman 24. júlí,“ segir Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir 31 árs, fimm barna móðir á Sunnubraut 20 á Akranesi. Fjölskyldan tekur nú þátt í leik eða keppni á netinu, þar sem sigurvegarinn fær að launum fyrir fjölskyldu sína og vini og vandamenn 365 nætur á glæsihótelum Radisson Blu hótelkeðjunnar um allan heim. Fjölskyldan á Sunnubrautinni var um tíma í fyrsta sætinu en er nú fallin niður í annað sætið. Íslenskar fjölskyldur eru í þremur efstu sætum, sem sýnir að þátttakan er mjög góð í keppninni hér á landi, en hún nær til allra Evrópulandanna. Á mánudag voru 9691 búnir að tilkynna þátttöku í keppnina.

 

 

 

Guðrún Lilja sagðist hafa fyrir tilviljun rekist á þessa keppni þar sem hún var auglýst inni á Facebook. „Mér datt í hug að þetta gæti verið skemmtilegt, enda höfum við fjölskyldan aldrei farið saman í ferðalag til útlanda. Ég og maðurinn minn Hákon Valsson eigum saman fimm börn frá fjögurra til 12 ára og fyrir á hann tvö börn 14 og 20 ára. Maðurinn minn er sjómaður, stýrimaður á Grundfirðingi frá Grundarfirði, en ég er heimavinnandi húsmóðir. Elsta dóttir okkar er einhverf og með væga þroskahömlun. Hennar draumur er að ferðast og þá sérstaklega til Parísar. Þar að auki er annar tvíburinn ofvirkur og með athyglisbrest. Ég er eiginlega að biðla til fólks um að vera duglegt að kjósa daglega. Það væri okkar stóru fjölskyldu kærkomið og myndi hjálpa til að láta drauminn rætast,“ segir Guðrún Lilja og bendir á vefslóðina:

 

http://www.greatestholiday.radissonblu.com/gudrun-lilja-holmfridardottir/868032/

 

Aðspurð segjast þau Guðrún Lilja og Hákon ekkert vita um hversu miklu munar á þremur efstu liðunum í keppninni. Það gerir þetta ennþá meira spennandi. Í þessari keppni er aðeins einn sigurvegari og gistinæturnar 365 má nýta á næstu fimm árum. „Ef við yrðum svo heppin að enda efst þann 24. júlí þá verða engin vandræði fyrir okkur að komast út í frí þar sem báturinn sem Hákon er á er ekki á veiðum þrjá til fjóra mánuði á ári. Svo hugsum við þetta líka fyrir fjölskylduna og vini, að þeir fengju að njóta góðs af, ef maður þorir að hugsa svo langt,“ segir Guðrún Lilja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is