Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2010 11:10

Strandveiðarnar stöðvaðar

Strandveiðar hafa verið stöðvaðar á svæðum A og D frá og með deginum í dag, þriðjudeginum 13. júlí, samkvæmd auglýsingu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Svæði A er frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps og svæði D frá Hornafirði til Borgarbyggðar. Strandveiðikvótinn hefur klárast snemma mánaðar á þessum svæðum þá þrjá mánuði sem veiðarnar hafa staðið, mun fyrr en á hinum tveimur svæðunum, norður- og austursvæðunum.   Skipting kvóta á milli svæða hefur verið gagnrýnd. Kvótinn á svæði A fyrir júlímánuð voru tæplega 600 tonn eins og í júní og á svæðinu voru að veiðum 221 bátur á tímabilinu. Á svæði D var kvótinn aðeins 157 tonn fyrir þennan mánuð, en var 366 tonn í júní. Ítrekað hefur verið farið yfir kvóta hvers mánaðar á svæðinu og kemur þá til lækkunar kvóta á næsta tímabili.  

Á svæði D voru 143 bátar að veiðum í júlímánuði. Hefur þeim fækkað talsvert frá júní og eru bátafjöldinn nú svipaður og hann var á svæði D í maí. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is