Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2010 12:34

Byggingu tónlistarskóla og stækkun grunnskóla frestað

Meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólms hefur ákveðið að fresta útboði byggingar tónlistarskóla og stækkunar grunnskóla, 1. áfanga skólabyggingar, sem samkvæmd samþykkt síðustu bæjarstjórnar átti að vera farin í útboð. Nýi meirihlutinn telur að kanna þurfi vel möguleika fjármögnunar byggingarinnar áður en hún verður auglýst til útboðs. Meirihluti bæjarstjórnar segir í bókun að skuldastaða bæjarfélagsins sé mjög viðkvæm og aukin skuldsetning mjög varhugaverð, ekki síst í ljósi þess að rekstrarniðurstaða Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2009 var neikvæð um 100 milljónir.

 

 

 

Í bókun meirihlutans segir að fjármögnunaráætlun verði að liggja fyrir þannig að fjárfestingin setji bæjarsjóð ekki í erfiða stöðu sem hafa muni neikvæð áhrif á rekstur bæjarins. Kanna þurfi möguleika á sölu eigna til að fjármagna hluta byggingarinnar. Meirihlutinn hefur einnig samþykkt að kanna möguleika á sölu gamla skólahússins við Skólastíg.

Útboð á skólabyggingunni var á vordögum samþykkt af síðustu bæjarstjórn, en nýráðinn bæjarstjóri Gyða Steinsdóttir tók sér frest í umboði nýja meirihlutans til að setja sig betur inn í skólabyggingarmálið. Við þessa afgreiðslu meirihluta bæjarstjórnar sagði formaður byggingarnefndar skólanna, Gretar D Pálsson, af sér og segir sýnt að gagnkvæmt traust og trúnaður geti ekki orðið á milli sín og meirihluta bæjarstjórnar sem og bæjarstjóra. Gretar, sem er oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn í núverandi minnihluta, telur bæjarstjóra og þar með bæjarstjórnarmeirihlutann hafa brotið gegn ákvörðun fyrrverandi bæjarstjórnar.

 

„Langt og vandað undirbúningsferli með þátttöku margra hefur verið að byggingu tónlistarskóla og stækkunar grunnskóla. Ákvörðun um byggingu 1. áfanga var tekin samhljóða í bæjarstjórn. Vek ég í þessu sambandi athygli á bókunum D-lista og afgreiðslu bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi 20. maí sl. þar sem samþykkt var samhljóða að bjóða út byggingu á 1. áfanga stækkunar grunnskóla og tónlistarskóla Stykkishólms,“ segir í bókun Gretars.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is