Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2010 02:01

Þverá komin í 1750 laxa

Gangurinn í laxveiðinni er ótrúlegur þessa dagana. Fiskur er að ganga á hverju flóði og göngurnar oft býsna kraftmiklar. Þverá og Kjarará í Borgarfirði hefur gefið flesta laxana en í næstu sætum eru Norðurá og Blanda. Þverá er nú komin í 1750 laxa. Veiðimenn sem Skessuhorn ræddi við í gærkvöldi voru að hefja veiðar í ánni. Þeir voru spenntir og sögðu mikið vera af fiski. “Þetta gæti orðið veisla, aðeins farið að rigna og fiskurinn hefur dreift sér vel um ána,” sagði veiðimaðurinn sem var að koma sér til veiða. Í samtali við Mbl fyrr í vikunni sagði Andrés Eyjólfsson frá Síðumúla, leiðsögumaður við Kjarará, að lax væri genginn í alla hylji upp með allri á. Erlendir veiðimenn sem hann hefur verið að leiðsegja voru himinlifandi með aðstæður og frábæra veiði. Allt síðasta sumar var veiðin í Þverá og Kjarará 2371 lax. Ef fram heldur sem horfir verður stutt í að það met verði slegið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is