14. júlí. 2010 03:01
Vinkonurnar Guðmunda Sjöfn Magnúsdóttir og Tinna Rós Þorsteinsdóttir opnuðu nýverið verslunina Origami á Akranesi. “Við opnuðum 17. júní og það var ótrúlega góð mæting á opnunina. Við völdum greinilega góðan dag til þess því það voru allir í fríi og mikil umferð. Við erum mjög ánægðar með viðtökurnar. Salan hefur verið mjög góð þessar þrjár vikur sem við höfum haft opið og þá sérstaklega um Írsku daga helgina. Gestir hátíðarinnar keyptu fullt hjá okkur enda var búðin nánast tóm eftir hana,” sagði Tinna Rós og hló. “Við erum samt fljótar að fylla hana aftur,” bætti Guðmunda Sjöfn við.
Spjallað er við þær stöllur í Skessuhorni sem kom út í dag.