Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2010 02:01

Lög um hundahald í fjölbýli endurskoðuð

Mál Svanhildar Önnu Sveinsdóttur á Akranesi hefur vakið gífurlega athygli síðustu daga. Hún er heyrnar- og sjónskert og þjáist auk þess að jafnvægisleysi sökum heilaæxlis sem hún var með. Í byrjun maí fékk Svanhildur Anna leiðsöguhundinn Exó sér til halds og trausts en þar sem hún býr í blokk þurfti hún leyfi nágranna sinna til að fá hundinn. Nýlega kom þó nýr íbúi í fjölbýlishúsið sem var mótfallinn því að hún héldi hundinn í fjölbýlishúsinu. Stjórn húsfélags fjölbýlishússins hitti Jón Pálma Pálsson, starfandi bæjarstjóra á Akranesi, nýlega á fundi og fékkst tímabundin lausn í málið og Svanhildi gefið svigrúm til að vera með hundinn þar til hún finnur annað húsnæði.

Félagsmálaráðuneytið hefur nú hafið undirbúning að endurskoðun laga um hundahald í fjölbýli til að taka sérstaklega á máli sem þessu.

Ráðuneytið mun breyta lögum um dýrahald í blokkum þannig að réttindi eigenda blindrahunda verða tryggð. Í dag eru lögin þannig að ofnæmissjúkir geta krafist hundabanns í fjölbýlishúsum en eftir breytingar verður réttur fatlaðra tryggður.

 

Að gefnu tilefni vill Skessuhorn nota tækifærið og upplýsa lesendur sína um ákveðin atriði er varða umgengni við leiðsöguhunda. Mikilvægt er að allir, börn og fullorðnir, reyni ekki að ná athygli hundsins þegar hann er í hvíta beislinu, því þá er hann að vinna og á ekki að hugsa um neitt annað. Mikilvægt er að þetta sé virt. Ef hundurinn er hinsvegar ekki í beislinu og áhugi er á að nálgast hundinn og klappa honum þá skal ávalt fyrst biðja eigandann um leyfi. Ekki má gefa hundinum neitt að borða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is