Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2010 03:35

Lögreglukonurnar á vaktinni

Þær voru að koma inn á planið hjá Laxárbakka í Leirársveit í bongóblíðunni í gær, lögreglukonurnar á Akranesi Jóhanna Heiður Gestsdóttir varðstjóri og Erna Rut Kristjánsdóttir, þegar blaðamaður Skessuhorns hitti þær. „Ætli séu ekki bara lögreglukonur á vakt í Borgarfirðinum í dag, við mættum stöllu okkar úr Borgarnesi hérna niðri á þjóðveginum þegar við vorum rétt að koma hingað,“ sagði Jóhanna. Umferðin var talsvert þung um þjóðveg eitt eins og marga góðviðrisdagana núna að undanförnu, en lögreglan á svæðinu hefur undanfarið verið með átak gegn hraðaakstri og í því taka þátt lögregluembættin á öllu Vesturlandi. Aðspurð um hvort það væri ekki nýlega tilkomið að sjá tvær lögreglukonur saman á vakt hér úti á landsbyggðinni sagði Jóhanna. „Jú, það má segja það, þetta hefur breyst mikið núna á seinni árum. Þegar ég var að byrja störf í lögreglunni 1997 þá voru fáar lögreglukonur starfandi úti á landi, enda þær aðeins 3% liðsmanna í landinu. Nú er þessi tala komin upp í 10% og virðist stefna upp á við.

Ég gæti trúað að þetta væri farið að slaga upp í að vera svipuð staða hvað þessi jafnréttismál varðar og í nágrannalöndunum.“

Spurð hvort það sé virkilega þannig að þær lögreglukonurnar verði að vera viðbúnar því að fást við gjörsamlega kolbrjálaða karla segir Jóhanna. „Já, það er þannig, við konurnar sinnum alveg sömu verkefnum og karlarnir. Enda ekkert hægt að velja úr störfum. Það væri þá helst með því að komast í rannsóknarlögregluna, en þau eru fá störfin hjá henni úti á landsbyggðinni, til dæmis bara eitt á Akranesi,“ sagði Jóhanna. Það passaði að þegar blaðamaður var búinn að smella mynd af þeim stöllum Jóhönnu og Ernu þá reyndi samstarfsmaður þeirra Steinunn Einarsdóttir í Borgarnesi inn á planið hjá Laxárbakka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is