16. júlí. 2010 11:01
Frá áramótum til loka júní höfðu 170.400 erlendir gestir farið frá landinu eða 8.500 færri en árinu áður. Fækkunin nam tæpum fimm prósentum milli ára. Í júní er þó veruleg fjölgun á erlendum gestum frá Norður-Ameríku samanber júnímánuð í fyrra. Fjölgunin er rúm 21% meðan fækkun er frá flestum öðrum löndum. Tveir stærstu ferðamánuðir ársins eru júlí og ágúst. Þess má geta að í fyrra voru nærri 40% brottfara erlendra gesta í Leifsstöð í þessum mánuðum og verður forvitnilegt að sjá hvort sú fækkun ferðafólks sem varð í vor vegna eldgossins muni hafa áhrif til lengri tíma.