16. júlí. 2010 12:23
Lögreglan á Akranesi stöðvaði í vikunni 20 ökumenn vegna of hraðs akstur á Vesturlandsvegi, en Akraneslögreglan stendur þessar vikurnar í átaki gegn hraðaakstri ásamt öðrum lögregluembættum á Vesturlandi. Sá sem hraðast ók mældist á 127 km hraða sem þýðir 70 þúsund krónur í sekt. Vakthafandi lögreglumaður sagði í samtali við Skessuhorn að umferðin væri samt sem áður skikkanlegri en áður, menn væru farnir að tíðka meira sparakstur en hraðakstur. Að öðru leyti var vikan róleg hjá lögreglunni á Akranesi.