Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2010 02:01

Fjölmennasti dansskóli landsins að verða til í Borgarnesi

Borgfirðingurinn Eva Karen Þórðardóttir lætur ekki deigan síga við dansíþróttina. Hún hefur óþrjótandi áhuga á dansi og hefur hrifið ungmenni í Borgarfirði með sér, svo mörg að nýr dansskóli verður sá fjölmennasti hér á landi strax við stofnun. Eva Karen hefur kennt dans í héraðinu í sjö ár en undirbýr nú stofnun nýs dansskóla í kjallara menntaskóla- og menningarhússins í Borgarnesi í haust. Þá stundar hún nám í sumar til að afla sér réttinda. “Ég tók mér frí í sumar frá annarri vinnu til að ná í réttindi og tek í haust annað stig í ballroom dönsum. Eftir það held ég svo áfram og tek líka annað stig í latíndönsum. Annars hef ég verið að kenna dans í sjö ár. Það hefur reyndar verið svo gaman að mér finnst ég hafa verið að byrja í gær,” segir Eva Karen.

Hún býr á ásamt Oddi Birni Jóhannssyni manni sínum og tveimur ungum sonum í Kvisti í Reykholtsdal. Eva Karen hefur með þægilegu viðmóti og góðu skapi náð að hrífa fjölda ungra dansara með sér í sameiginlegu áhugamáli þeirra allra og nú er svo komið að dansskóli hennar er að senda stærstu hópana í keppni í dansi hér á landi. Dans er því orðið nokkurs konar einkenni Borgarfjarðar.

 

Sjá viðtal við Evu Karen í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is