Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2010 12:44

Margir sækjast eftir bæjarstjórastarfi á Akranesi

38 sækjast eftir stöðu bæjarstjóra á Akranesi.
Alls sóttu 42 einstaklingar um starf bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, en frestur til að skila inn umsóknum rann út 11. júlí síðastliðinn. Þrír drógu síðan umsóknir sínar til baka. Í tilkynningu frá Capacent í dag kemur fram að tvö nöfn umsækjenda höfðu fallið út í fyrstu tilkynningu og leiðréttist það hér með í eftirfarandi lista. Það er Capacent Ráðningar sem annast umsóknarferlið og mun fyrirtækið í framhaldinu leggja til að rætt verði við þá fimm umsækjendur sem taldir eru hæfastir. Í röðum umsækjenda um stöðuna eru einir sex fyrrum bæjar- eða sveitarstjórar auk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur fv. borgarstjóra og þingmanns. Nokkrir heimamenn á Akranesi sækja um starfið. Þeirra á meðal eru Árni Múli Jónasson fiskistofustjóri, Elinborg Skúladóttir rekstrarstjóri, Eydís Aðalbjörnsdóttir fv. bæjarfulltrúi, Haraldur Ingólfsson aðstoðar útibússtjóri, Jóhannes Finnur Halldórsson sérfræðingur og Sturlaugur Sturlaugsson viðskiptafræðingur.

Listinn er þannig í heild sinni:

Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri sveitarfélaginu Árborg

Árni Múli Jónasson, fiskistofustjóri

Árni Thoroddsen, kerfishönnuður

Björn Rúriksson, rekstrarráðgjöf

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur

Elínborg Skúladóttir, rekstrastjóri

Eydís Aðalbjörnsdóttir, MBA, fv. bæjarfulltrúi

Guðmundur Hjörtur Þorgilsson, viðskiptafræðingur

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri

Guðni Gunnarsson, B.Sc sjávarútvegsfræði

Guðrún Jóhannsdóttir, þjónustufulltrúi

Hallgrímur Þ Gunnþórsson, félagsráðgjafi

Haraldur Ingólfsson, aðstoðarútibússtjóri

Haukur Jóhannsson, öryrki

Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnsýsluráðgjafi

Hulda Birna Baldursdóttir, kennari

Ingi Steinar Ellertsson, viðskiptafræðingur, M.Sc. fjármálum og stefnumótun fyrirtækja

Jakob Jakobsson, BA lögfræði

Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

Kristinn Friðþjófur Ásgeirsson, markaðsstjóri

Kristján Kristjánsson, verkefnastjóri

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi

Ómar Örn Kristófersson, byggingafræðingur

Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri

Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri

Sigurður Örn Sigurðsson, löggiltur fasteignasali

Stefán Haraldsson, atvinnuráðgjafi

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður

Sturlaugur Sturlaugsson, viðskiptafræðingur

Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

Vignir Björnsson, byggingafræðingur

Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri

Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur MBA

Þórarinn Egill Sveinsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi

Þórir Kristinn Þórisson, fv bæjarstjóri í Fjallabyggð

Örn Helgason, viðskiptafræðingur MBA

Örn Þórðarson, sveitarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is