Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2010 04:41

Ómari Ragnarssyni þakkað

Ómar þú ert Íslandssómi.

Stolt við erum öll af þér.

Við segjum hérna einum rómi:

Að aldrei fáum við nóg af þér.

 

Þannig kemst Eiríkur Ragnarsson að orði, en hann er einn ríflega fjögur þúsund Íslendinga sem skráð hafa sig fyrir eitt þúsund króna framlagi, eins konar afmælisgjöf til Ómars Ragnarssonar sem verður 70 ára 16. september nk. Tilefni þess að síðan var opnuð voru fregnir af miklu magni kvikmyndaefnis sem Ómar hefur tekið, efni í margar heimildarmyndir fyrir sjónvarp. Ómar fékk heiðursverðlaun UMFÍ í liðinni viku og auk þess myndarlegt framlag úr Pokasjóði verslunarinnar. Fram kom í viðtölum við Ómar í tilefni þessara viðurkenninga að vegna fjárskorts hefði vinnsla myndanna ekki gengið sem skyldi hjá honum. Nú virðist því sem þjóðin ætli að heita á Ómar að halda áfram verki sínu því stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem ætla að leggja honum þúsund krónur til verksins, í tilefni afmælisins.

Þessi síða gerir mig “orðlausan, hrærðan og þakklátan yfir þessari óvæntu uppákomu,” sagði Ómar á bloggi sínu þegar hann frétti fyrst af tilurð síðunnar á Facebook. “Get ekkert sagt annað en að nú geta hjólin farið að snúast í verkefnum mínum og ég gríp til orða Churchills sem hann sendi Roosevelt í stríðinu: "Give me the tools and I will finish the job." Það mun ég reyna að gera með innilegu þakklæti til þeirra sem vilja leggjast með mér á árarnar,” sagði Ómar Ragnarsson. Þeir sem vilja taka þátt fara á slóðina: http://www.facebook.com/group.php?gid=123872340990829&v=wall  eða fletti upp: Afmælisgjöf til Ómars.

Innborgunarreikningur er: 0130-26-160940 og kt. 160940-4929.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is