Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2010 10:19

Sveiflur í íbúatölum á Borgarfjarðarsvæðinu

Samkvæmt árshlutatölum um íbúafjölda frá Hagstofunni eftir annan ársfjórðung 2010 eru nokkrar sveiflur í íbúafjölda milli stærstu sveitarfélaganna á Borgarfjarðarsvæðinu, það er Akraness og Borgarbyggðar. Samkvæmt þessum bráðabirgðatölum, sem eru talsvert rúnaðar, hefur íbúum á Akranesi fjölgað um eitt hundrað frá síðustu áramótum fram á mitt þetta ár, eru nú um 6.600 miðað við 6.500 um síðustu áramót. Á sama tíma fækkar íbúum Borgarbyggðar um eitt hundrað. Voru um 3.600 um síðustu áramót en eru nú um 3.500. Í samanburði á íbúatölum annarra þéttbýlisstaða á Vesturlandi virðist þær lítið hafa raskast á þessu tímabili.

 

 

 

Í yfirliti um íbúaþróunina í landinu frá Hagstofunni segir að á öðrum ársfjórðungi 2010 fæddust 1.200 börn í landinu, en 530 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust frá landinu 710 einstaklingar umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 160 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 550 fleiri en þeir sem fluttust til landsins. Karlar voru í miklum meirihluta brottfluttra. Flestir fluttu til Noregs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is