20. júlí. 2010 12:01
Bókasafn Akraness hlaut nýlega styrk frá Rannís, úr Rannsóknasjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar, að upphæð 250.000 krónur. Að sögn Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði er styrkurinn veittur til að fullskrá bækur í Gegni (gegnir.is), úr einkasafni Haraldar Sigurðssonar. Bækur sem fjalla um landafræði og sögu Íslands og Norður-Evrópu. Elstu bækurnar er frá 17. öld. Einkabókasafn Haralds Sigurðssonar er eins og kunnugt er varðveitt í Bókasafni Akraness. Halldóra segir að unnið verði að verkefninu með starfsfólki frá Landmælingum Íslands og reynt að afla fleiri styrkja svo hægt verði að vinna að verkefninu áfram.