20. júlí. 2010 11:30
Rósa Njálsdóttir frá Suður-Bár í Grundarfirði mun opna málverkasýningu í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 22. júlí á bæjarhátíð þeirra Grundfirðinga, Á góðri stund. Rósa sem er búsett á Akureyri hefur lagt stund á nám í olíumálun síðastliðin sex ár og mun sýna fjölbreytt og litrík verk þar sem fuglar, fiskar, fífur, fólk og fjöll eru í fyrirrúmi, einkum má þar sjá Kirkjufell og Snæfellsjökul í hinum ýmsu myndum auk fjalla frá öðrum landshlutum. Sýningin opnar fimmtudaginn 22. júlí og er þá opin kl. 15-18, föstudag og laugardag kl. 13-18 og á sunnudag kl. 11-14. Allir eru hjartanlega velkomnir.
-Fréttatilkynning