20. júlí. 2010 03:32
Á stjórnarfundi UMSB fyrr í vikunni var ákveðið að Ungmennasamband Borgarfjarðar greiðir þátttökugjald fyrir ungmenni, 11 – 18 ára sem eru félagar í aðildarfélögum sambandsins á unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina. Þetta er gert til að hvetja ungmenni til þátttöku nú þegar þetta sívinsæla mót er haldið heima í héraði. Mikil hefð er komin fyrir glæsilegri skúðgöngu sem fram fer á föstudagskvöldinu. “Við sem gestgjafar ætlum að sjálfsögðu að vera með fjölmenna skrúðgöngu og minnum á að þar eiga allir að vera í UMSB göllum. Stjórnin hvetur unglinga til að skrá sig til leiks á umsb@umsb.is Það er mikilvægt að skrá sig í gegnum heimasíðu UMSB til fá þátttökugjaldið greitt,” segir í tilkynningu frá stjórninni.