20. júlí. 2010 05:35
Lárus Orri Sigurðsson, fyrrum leikmaður og þjálfari Þórs frá Akureyri, hefur tilkynnt félagaskipti í ÍA. Mbl.is greindir frá þessu nú síðdegis í dag. Lárus lék með yngri flokkum ÍA þar til hann var 16 ára gamall og í samtali við mbl.is sagði hann að góðir vinir hans á Akranesi hefðu óskað eftir því að hann yrði til taks ef þeir þyrftu á aðstoð að halda á næstunni. „Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA og Þórður Þórðarson þjálfari liðsins eru æskuvinir mínir og þeir höfðu samband við mig og báðu mig um að vera til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það eru meiðsli hjá varnarmönnum ÍA og ég er bara glaður og ánægður að þeir skyldu hafa samband við mig. Vonandi get ég hjálpað mínu gamla félagi, “ sagði Lárus. Morgunblaðið greinir nánar frá félagaskiptum Lárusar á morgun.